
CHARLOTTA
Charlotta útskrifaðist úr keramik deild Myndlista-og handíðaskóla Íslands árið 1991. Hún fór sem gestanemi í Skolen for Brugskunst í Kaupmannahöfn þar sem ástríða hennar jókst er hún uppgötvaði endalausa möguleika forms og lita. Charlotta hefur unnið við list sína frá því hún útskrifaðist ásamt því að mennta sig í listkennslufræðum og starfa í tengslum við það nám. Hún hefur haldið einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum.
Verk Charlottu einkennast af fjölbreytileika og litagleði. Hún handmótar eða handrennir alla hluti í steinleir og verður því hver hlutur einstakur.
Verk Charlottu eru hrá, glaðvær og ævintýraleg!
Location
Vinnustofa Charlottu
Sogavegur 210, 108 Reykjavík
Sími +354 6617068
Opið eftir samkomulagi